Í gær kom til okkar á stöðina þýskur slökkviliðsstjóri, Alexander Trenn frá bænum Angermünde.
Þessi bær er 10 km. frá Pólsku landamærunum og 70 km. norðan við Berlín.
Alexander var einn á ferð á eigin bíl. Hann er í liði sem telst atvinnulið, rekið út frá miðlægri stjórnun eins og við þekkjum frá vinaslökkviliði okkar í Prüm í Þýskalandi.
Kappinn hafði komið við hjá SHS í Reykjavík og fleiri slökkviliðum landsins.
Pétur varaslökkviliðsstjóri tók á móti honum og fræddi hann um okkar rekstur.
Eins hélt Alexander langan fyrirlestur um slökkviliðið sitt og skipulag brunavarna í Þýskalandi.
Fróðlegt erindi.
Héðan fór slökkviliðsstjórinn austur með suðurströndinni í átt að Seyðisfirði, en þaðan siglir hann með Norrænu í næstu viku.
Mynd: Kei.
Þessi bær er 10 km. frá Pólsku landamærunum og 70 km. norðan við Berlín.
Alexander var einn á ferð á eigin bíl. Hann er í liði sem telst atvinnulið, rekið út frá miðlægri stjórnun eins og við þekkjum frá vinaslökkviliði okkar í Prüm í Þýskalandi.
Kappinn hafði komið við hjá SHS í Reykjavík og fleiri slökkviliðum landsins.
Pétur varaslökkviliðsstjóri tók á móti honum og fræddi hann um okkar rekstur.
Eins hélt Alexander langan fyrirlestur um slökkviliðið sitt og skipulag brunavarna í Þýskalandi.
Fróðlegt erindi.
Héðan fór slökkviliðsstjórinn austur með suðurströndinni í átt að Seyðisfirði, en þaðan siglir hann með Norrænu í næstu viku.
Mynd: Kei.