Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um svartan reyk sem legði til lofts í dreifbýli austur af Selfossi rétt fyrir hádegi í dag. Er fulltrúi slökkviliðs kom á vettvang kom í ljós að þarna var um ruslabrennu að ræða en ekki eld í fasteignum.

Mikið hagræði er í því fyrir slökkvilið ef tilkynnt er um slíkar brennur þar sem það getur komið í veg fyrir mannfrek útköll þó það hafi ekki verið tilfellið í þetta skiptið.