1 af 2

Tveir slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu munu taka þátt í heimsleikum slökkviliðs og lögreglumanna (World Police and Fire Games) sem hefjast í Fairfax á morgun 26.júní 2015.

 

Heimsleikarnir eru alþjóðleg íþróttakeppni sem haldin er á tveggja ára fresti. Að þessu sinni er hún haldin í Fairfax í Bandaríkjunum en síðast var hún haldin árið 2013 í Belfast á Írlandi.

Heimsleikarnir eru annar stærsti íþróttaviðburður í heimi á eftir ólympíuleikunum en þúsundir manna og kvenna í þessum starfsstéttum koma þar saman til þess að keppa í hinum ýmsu greinum.

 

Keppendur frá Ísandi hafa tekið þátt í þessum leikum um árabil en þetta er í fyrsta sinn sem keppendur frá Brunavörnum Árnessýslu taka þátt.

Okkar menn eru þeir Árni Snorri Valsson og Ingvar Sigurðsson og munu þeir keppa í stigahlaupi þar sem keppendur munu þurfa að hlaupa upp tuttugu hæðir í fullum herklæðum.
Á myndinni hér meðfylgjandi má sjá þá félaga í þeim búningum sem þeir munu keppa í. Á hinni myndinni má sjá bygginguna sem þeir munu síðan þurfa að hlaupa upp.

 

Það verður virkilega spennandi að fylgjast með þeim félögum í þessu ævintýri þeirra :)

 

Hér fyrir neðan má finna slóðir inná viðburðinn og keppnisgreinina þeirra.

 

Slóð á heimsleikana:

http://fairfax2015.com/

 

Slóð á stigakeppnina:

http://fairfax2015.com/911social/groups/viewgroup/93-stair-race

 

Slóð á lýsingu á stigakeppninni:

http://nebula.wsimg.com/5f24f17a73bb58068990e4fff4a31129?AccessKeyId=C318CB9DAE1A32A00566&disposition=0&alloworigin=1