Tvisvar í dag var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kallað úr vegna elds. Rétt eftir klukkan 7 í morgun var slökkvilið kallað að réttingarverkstæði við Gangheiði vegna elds í tveimur bílum.
Bifreiðarnar gjöreyðilögðust í eldinum og ein skemmdist. Talið er að kveikt hafi verið í þeim.
Þá var slökkvilið kallað að Eyrarbakka rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna reyks í húsi. Slökkviliðsmenn slökktu í glæðum og reykræstu húsið og fór þar betur en á hrofðist þó að skemmdir hafi verið einhverjar