mánudagurinn 1. september 2008

Tvö útköll á innan við sólarhring

Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma
Á vettvangi á Suðurlandsvegi í nótt | Myndin er tekin á GSMsíma

Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan hálf eitt s.l. nótt eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í vélarrúmi vörubifreiðar sem var í akstri á Suðurlandsvegi við Þingborg. Þegar slökkvilið komu á vettvang  var ekki opinn eldur í bifreiðinni - en þó kraumaði í vélarrúminu. Slökkviliðsmenn slökktu glæður og gengu úr skugga um að ekki hlytist frekara tjón af.

Þá var slökkviliðið kallað út öðru sinni á þessum sólarhring, eftir að tilkynning barst til 1-1-2 um að eldur logaði innandyra, í íbúð við Grænuvelli. Þegar slökkvilið kom á vettvang var búið að slökkva eldinn en slökkvilismenn reykræstu íbúðina og gengur úr skugga um að ekki hlytist frekara tjón af.