
Umfangsmikil leit gerð að Breskum ferðamanni við Þingvelli þann 25.júní 2015
Lögregla, Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan stóðu fyrir umfangsmikilli leit að Breskum ferðamann í gær fimmtudaginn 25.júní. Hann hafði átt bókað flug frá landinu um morguninn en skilaði sér ekki í það. Bifreið mannsins fannst á Þingvöllum og því hófst leit af honum þar.
Eftir talsverða leit fannst maðurinn þreyttur og illa áttaður við Botnsúlur.
Mikið lið björgunarfólks kom að leitinni. Svæðisstjórn björgunarsveita af svæði 3 stýrði aðgerðum af hálfu björgunarsveita. Brunavarnir Árnessýslu komu að aðgerðinni með þeim hætti að mannskapsbíll slökkviliðseiningarinnar af Selfossi var lánaður undir vettvangsstjórn svæðisstjórnar björgunarsveitanna þar sem hann kom að góðum notum.