mánudagurinn 6. september 2010

Umferðarslys

1 af 2
S.l nótt kl. 04:34 var tækjabíll BÁ á Selfossi kallaður út vegna bílveltu á Eyrarbakkavegi. Fólksbíll hafði oltið og hafnaði á hliðinni ofan í skurði. Ökumaður var einn í bílnum og þurfti að beita klippum til að losa hann úr flakinu. Mildi þykir að ekki var vatn í skurðinum en talsverð leðja var sem gerði björgunarmönnum erfitt fyrir.
Myndir: Grétar Árnason-Þórir Tryggvason