föstudagurinn 4. september 2015

Umferðarslys á Selfossi 3.9.2015

Umferðarslys á Selfossi 3.9.2015

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu brugðust við útkalli í bílslys á Engjavegi á Selfossi í gær.
Um var að ræða allharðan árekstur þar sem tvær bifreiðar skullu framan á hvorri annarri. Í bifreiðunum voru samtals átta ungmenni.
Mikil mildi þykir að ekki skyldi verða þarna stórslys en meiðsl á fólki eru ekki talin meiriháttar miðað við þær upplýsingar sem slökkviliðið hefur yfir að ráða á þessari stundu.