þriðjudagurinn 14. október 2008

Umferðaslys við Þrastarlund

Myndir: Magnús Hlynur
Myndir: Magnús Hlynur
1 af 3

Klukkan 8.13 í morgun kom útkall frá Neyðarlínunni (1-1-2) þess efnis að bíll hefði oltið við Þrastarlund við Sog.

Mikil hálka var á þessum slóðum og missti  ökumaður Toyota jeppa vald á bílnum og hann fór langt út fyrir veginn og valt.

Slökkviliðsmenn fóru á staðinn með klippubúnað liðsins og aðstoðuðu sjúkraflutningsmenn við að ná ökumanninum úr bílflakinu.

Toppurinn var klipptur af bílnum og áttu aðilar þá auðvelt með að komast að ökumanninum sem var einn í bílnum.

Sjúkrabíll flutti  konuna sem ók bílnum til Reykjavíkur, á bráðamóttökuna þar.

Óvíst er um meiðsli.

Alls mættu 10 menn í útkallið, þrír bílar fóru á staðinn.

Starfi slökkviliðsins var lokið kl. 9.30.