Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu var undirrituð í dag í sal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Áætlunin er búin að vera í vinnslu um allnokkurt skeið og hefur endanlegt samþykki hennar tafist ítrekað vegna sameininga slökkviliða í sýslunni. Fyrir undirritun áætlunarinnar var hún tekin fyrir af öllum sveitarstjórnum í Árnessýslu þar sem hún hlaut samþykki.

 Í dag komu svo sveitarstjórar eða fulltrúar þeirra ásamt formanni fagráðs BÁ, forstjóra Mannvirkjastofnunar og settum slökkviliðsstjóra BÁ, saman á slökkvistöðinni til þess að undirrita brunavarnaáætlunina og fullgilda hana þar með. Ákaflega ánægjulegur áfangi í starfsemi Brunavarna Árnessýslu.

Samkoman naut þeirrar ánægu að fá að hlýða á lifandi selló leik meðan á samkomunni stóð frá einum af nemendum tónlistarskóla suðurlands og kennara hennar. Það setti svo sannarlega hátíðlegan blæ á viðburðinn.