Pétur Pétursson mánudagurinn 29. febrúar 2016

Upphreinsun eftir bílslys í Hveragerði 29.2.2016

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði fóru í útkall vegna bílslyss í bænum um þrjúleitið í dag. Tveir bílar höfðu skollið saman á gatnamótum Austurmerkur og Breiðamerkur með þeim afleiðingum að olíu og brak þurfti að hreinsa af götunni. Ekki þurfti að klippa bílana til þess að ná fólki úr þeim en nokkur tími fór í hreinsunarstörf. Þrír menn voru í bílunum og var einn þeirra fluttur með sjúkrabíl til frekari skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.