1 af 3

Nú um þessar mundir standa Almannavarnir í Árnessýslu undir stjórn Víðis Reynissonar frá Lögreglunni á Suðurlandi fyrir upprifjunarnámskeiði í stjórn aðgerða á vettvangi í hópslysi. Námskeiðin verða fjögur þar sem einstaklingum frá björgunaraðilum í Árnessýslu er blandað saman í verkefnum og bóklegri yfirferð. Virkilega flott verkefni sem mun án efa leiða til aukins, skilvirkari og enn betra samstarfs þessara aðila í sýslunni.

Meðfylgjandi myndir er frá fyrsta námskeiðinu í röðinni sem haldið var í gærkvöldi 27.10.2015.