
Upprifjunarnámskeið í stjórn aðgerða á vettvangi í hópslysi 4.11.2015
Í gærkvöldi 4.nóv hélt Víðir Reynisson lögreglufulltrúi upprifjunarnámskeið fyrir björgunaraðila í stjórn aðgerða á vettvangi í hópslysi. Námskeiðið er það þriðja í fjögurra námskeiða röð þar sem aðilar frá hinum ýmsu björgunaraðilum í Árnessýslu koma saman til þess að skerpa á þekkingu sinni á þessu sviði. Almannavarnir í Árnessýslu koma að þessu verkefni með Víði Reynisson í fararbroddi. Námskeiðin eru haldin í kennslusal Brunavarna Árnessýslu í slökkvistöðinni á Selfossi. Uppsetning námskeiðanna hjá Víði er til fyrirmyndar eins og við var að búast og hrista viðbragðsaðila á svæðinu vel saman sem mun án efa skila sér í enn betra samstarfi aðila og aukinni skilvirkni.