laugardagurinn 20. september 2008

Varðstjórafundur

Mynd. frá Varðstjórafundi á Laugarvatni, haldinn í Tjaldmiðstöðinni. F.v. Halldór Hermannsson, Guðmundur B. Böðvarsson, varðst. Laugarvatni, Snorri Baldursson, vara.sl.stjóri, Kristján Einarsson, sl.stjóri, Einar Guðnason,varðst. Árnesi og Snorri Guðjónsson, varðst. Reykholti.
Mynd. frá Varðstjórafundi á Laugarvatni, haldinn í Tjaldmiðstöðinni. F.v. Halldór Hermannsson, Guðmundur B. Böðvarsson, varðst. Laugarvatni, Snorri Baldursson, vara.sl.stjóri, Kristján Einarsson, sl.stjóri, Einar Guðnason,varðst. Árnesi og Snorri Guðjónsson, varðst. Reykholti.
Rekstur slökkviliðs er ekki bara að bíða eftir útkalli.  Að mörgu þarf að hyggja í starfsemi slökkviliðs. Um það bil 60 slökkviliðsmenn eru skráðir hjá Brunavörnum Árnessýslu og fimm stöðvar eru starfræktar í sýslunni, þær eru á Selfossi, Stokkseyri, Laugarvatni, Reykholti og Árnesi.  Varðstjórar liðsins eru 7 talsins og gegn þeir stóru hlutverki í starfseminni.

Varðstjórafundir eru haldnir  þar sem farið er yfir öll mál liðsins og stöðvanna.

Einn slíkur var í síðustu viku þar sem húsnæðismál slökkviliðsins í uppsveitum var til umræðu. Á fundinn kom Halldór Hermannsson framkvæmdastjóri eignadeildar Bláskógabyggðar, en sveitarfélagið leigir BÁ húsnæði fyrir slökkviliðið.

Farið var yfir viðhaldsmál og fl.