laugardagurinn 5. júlí 2008

Varðstjóramál - breytingar

Ólafur Kristmundsson í kaffipásu
Ólafur Kristmundsson í kaffipásu

Ólafur Kristmundsson, varðstjóri á Selfossi hefur ákveðið að hætta sem varðstjóri. Hann ætlar þó ekki að hætta í slökkviliðinu og vill starfa áfram án þeirrar ábyrgðar sem fylgir varðstjórastarfinu. Ólafur er einn okkar besti félagi og góður varðstjóri og slökkviliðsmaður, hann hefur verið í liðinu í fjöldamörg ár. Slökkviliðsmenn (og samfélagið sem við störfum fyrir) er í þakkarskuld við Ólaf sem og alla slökkviliðsmenn sem ljá þessu verkefni lið.

 

Brunavarnir Árnessýslu óskar eftir umsóknum um stöðu varðstjóra í liðinu. Staðan er einungis auglýsit innan liðsins. Þeir slökkviliðsmenn sem hafa áhuga á starfinu eru beðnir að hafa samband við slökkvistjóra, annað hvort beint eða í gegnum vefpóst) e-mail. Viku umsóknarfrestur er á auglýstu starfi. Skilyrði fyrir stöðunni er að viðkomandi sé örugglega staðsettur á stór-Árborgarsvæðinu þegar vakt viðkomandi varðstjóra stendur yfir. Önnur atriði verða vegin og metin af stjórnendum liðsins.