Pétur Pétursson fimmtudagurinn 7. apríl 2016

Varstjórafundur Brunavarna Árnessýslu 6.4.2016

1 af 3

Varðstjórafundir eru haldnir reglulega hjá Brunavörnum Árnessýslu þar sem varstjórar, aðstoðarvarðstjórar, samræmingarstjórar (100 kallar) og slökkviliðsstjóri koma saman til þessa að fara yfir málefni líðandi- og komandi stundar.

Í gær hittist hópurinn til þess að fara yfir aðkomu Brunavarna Árnessýslu að stórri Almannavarnaæfingu sem fyrirhuguð er á sumardaginn fyrsta, 21.apríl. Gert er ráð fyrir að allir viðbragðsaðilar í Árnessýslu taki þátt í þeirri æfingu, en sett verður á svið stórt umferðaslys sem inniber rútu og nokkra fólksbíla auk fjölda leikara sem leika munu slasaða einstaklinga.

Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi og starfsmaður Almannavarna Árnessýslu heldur utanum og stýrir verkefninu en með honum að æfingunni starfar æfingarstjórn sem saman sett er af aðilum innan björgunargeirans í sýslunni.

Á fundinum í gær kynnti hann æfinguna fyrir varðstjórum slökkviliðsins ásamt Berki Brynjarssyni, slökkviliðsmanni en Börkur hefur unnið að uppsetningu verkefnisins ásamt Víði og æfingastjórn, þar sem verkefnið er nálgast með ákveðnum fræðum verkefnastjórnunar. Börkur er um þessar mundir í mastersnámi tengdu verkefnastjórnun og því mikill fengur fyrir skipuleggjendur æfingarinnar að fá Börk inn í þessa vinnu með sér.

Æfingaplanið lagðist vel í fundarmenn og hlakkar menn til þess að takast á við verkefnið ásamt öðrum viðbragðsaðilum.