Það er vöxtur í fleiru en lánum af peningum þessa daga.
Leifar af storminum stóra sem geisað hefur í Ameríku létu til sín taka s.l. nótt. (17.9.2008)
Rigningin var mikil og hafði þær afleiðingar að kjallari í nýrri íbúðarblokk á Selfossi stóð með 30 sm. djúpu vatni þegar að var gáð í morgun.
Slökkviliðið fór á staðinn með sinn öflugasta bíl og aðstoðuðu húseigendur við dælingu úr kjallaranum. Tvær dælur eru fyrir í kjallaranum til að vinna á jarðvatninu en þær voru eitthvað lasnar og því fór sem fór. Allt fór þó vel að lokum og vatnavextir voru lækkaðir verulega.
Látum slökkviliðið í peningavextina líka !!!