Pétur Pétursson fimmtudagurinn 10. september 2015

Vatnsæfingar í vatnsveðri 9.9.2015

Æfingar voru á tveimur starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu í gærkvöldi 9.september.

Slökkviliðsmenn í Reykholti héldu vatnsöflunaræfingu í ausandi rigningu og roki, sem og slökkviliðsmenn á Selfossi. Nokkrir slökkviliðsmenn frá starfsstöð okkar í Hveragerði tóku þátt í æfingunni á Selfossi sem er afar jákvætt, styrkir liðsheildina og samræmir verklag.

Á mánudaginn síðasta héldu svo slökkviliðsmenn í Árnesi samskonar æfingu.

Í lok æfingar fóru menn svo yfir búnað slökkvibílanna samkvæmt talningarblöðum til þess að tryggja að allt sé á sínum stað eftir sumarið.

Meðfylgjandi myndir eru frá æfingunni á Selfossi.