Pétur Pétursson föstudagurinn 23. september 2016

Vatnsöflunar og dæluæfing á Laugarvatni 21.9.2016

1 af 3

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Laugarvatni hittust til þess að skerpa á fræðunum síðastliðið miðvikudagskvöld. Æfingarþema BÁ þennan mánuðinn er vatnsöflun úr grunnum vatnslindum með flotdælu og flotsigti á lausar dælur. 

Um árabil hafa slökkviliðsmenn notað Laugarvatn til vatnsöflunar með ágætis árangri en í þetta sinn hafði verið mikill blástur og var vatnið því mettað af fínu leirkenndu efni. Þetta fór ekkert sérstaklega vel í dælubúnaðinn og endaði með því að tvær þeirra hættu að dæla. Auðvelt var að laga þær eftir herlegheitin en þó þurfti að opna þær og skola burtu óhreinindunum. 

Alltaf betra þegar svona hlutir gerast á æfingum heldur en í útköllum. Mönnum gefst þá færi á að endurskoða vinnureglur og aðlaga þær að aðstæðum.