Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn hittust síðastliðin laugardag til þess að æfa sig í vatnsöflun og notkun lausra dæla. Aðal áhersla æfingarinnar var að þessu sinni vatnsöflun frá grunnum vatnslindum þar sem erfitt er að nota hefðbundin búnað. Flotdæla og flotsigti voru því megin þema æfingarinnar auk þess sem annar búnaður var að sjálfsögðu notaður.