mánudagurinn 10. október 2011

Vatnsúðakerfið í slökkvistöðinni

F.h. Snorri Baldursson, eldvarnaeftirlitsmaður, Helgi pípulagningamaður, Jóhann Ágústsson, eftirlitsmaður byggingar, Gestur Þráinsson byggingameistari og Ástvaldur Eiríksson.
F.h. Snorri Baldursson, eldvarnaeftirlitsmaður, Helgi pípulagningamaður, Jóhann Ágústsson, eftirlitsmaður byggingar, Gestur Þráinsson byggingameistari og Ástvaldur Eiríksson.
Einn helsti tæknimaður landsins í meðförum á vatnsúðakerfum kom á dögunum í slökkvistöðina nýju á Selfossi til að taka út vatnsúðakerfið sem í henni er. Þessi maður heitir Ástvaldur Eiríksson og starfar hann í dag eingöngu við úttektil sem þessar.
kerfið sem er uppsett í stöðinni er svokallað "Misturkerfi" en það er nokuð frábrugðið þeim kerfum sem betur eru þekkt hér á landi. Misturkerfi vinnur við töluverðan þrýsting og dreyfir nánast þoku yfir brunasvæði þar sem hausar kerfisins brjóta dropann gríðalega mikið. Öflugur dælubúnaður sér um að halda uppi þrýstingi og er hann síðan varðaður af rafstöð sem fer í gang ef rafmagn fer af húsinu. 
Öll vatnsúðakerfi sem uppsett eru í landinu út frá kröfu um úppsetningu þeirra þurfa að fá árlega skoðun.
Sú skoðun sem er í gangi í slökkvistöðinni núna lítur að því að gefa kerfinu stimpil þar sem kerfið skoðast hæft til þeirra verka sem til þess er ætlast.