þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Vegöxl gefur sig undan rútu

1 af 2

 

 

Seinni part sunnudagsins síðastliðinn fór rúta út af veginum í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rútan sem var með 45 farþega um borð var að mæta bíl þega kanturinn á veginum gaf sig með þeim afleiðingum að rútan stöðvaðist í miklum halla og hefði getað farið á hliðina ef ekki hefði verið fyrir rétt viðbrögð bílstjórans.

Allir farþegar komust út úr rútunni heilir á húfi en rútan stóð tæpt og því þurfti að draga hana upp. Farþegarúta getur verið með uppundir 300L af eldsneyti og voru af þeim sökum slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu kallaðra út til að tryggja vettvang.

Rútan var dregin upp af vörubíl sem er notaður til slíkra verka auk þess sem vinnuvél tryggði að rútan færi ekki niður að aftan með því að setja keðju í aftur hjól rútunnar og festa hana í vinnuvélina. 

Sem betur fer slasaðist engin og ekki varð umhverfisslys en vissara er að fara að öllu með gát.