fimmtudagurinn 12. mars 2009

Verðlaunahafi LSS verkefnisins 2008

Harpa Rós Jónsdóttir stendur hér fyrir framan formann BÁ, Margréti K. Erlingsdóttur.
Harpa Rós Jónsdóttir stendur hér fyrir framan formann BÁ, Margréti K. Erlingsdóttur.

Hún var aldeilis heppin um daginn hún Harpa Rós Jónsdóttir, nemandi í grunnskólanum Ljósaborg í Grímsnes-og Grafningshreppi þegar formaður Brunavarna Árnessýslu og slökkviliðsstjóri komu í heimsókn í skólann og afhentu henni verðlaun brunavarnaátaks Landssamband slökkviliðsmanna.


LSS efnir ár hvert til þessa átaks þar sem nemendur 8. bekkjar í öllum skólum landsins leysa þrautir sem snúa að brunavörnum heimila.
Yfir 20 börn víðsvegar um landið eru dregin út úr þeim lausnum sem berast.
Eitt og annað kom upp úr verðlaunapokanum sem Harpa fékk, t.d. bíómiðar, reykskynjari og átta þúsund kr. inneign í Íslandsbanka.
Slökkviliðsmenn óska Hörpu til hamingju með verðlaunin.