Verklegt lokapróf var haldið af Mannvirkjastofnun laugardaginn 24.10.2015 fyrir slökkviliðsmenn sem hafa lokið fjarnámi Brunamálaskólans. Í prófinu var hæfni manna á hinum ýmsu sviðum prófuð með raunhæfum verkefnum og handbrögðum. Það er skemmst frá því að segja að prófdagurinn gekk með ágætum og voru tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og fjórir frá Vík útskrifaðir úr fjarnámi MVS í lok dags.