1 af 3

Nú eru æfingar Brunavarna Árnessýslu komnar á fullt skrið eftir æfingardvala sumarsins. Ekki er þó svo að skilja að engar æfingar hafi verið haldnar í sumar heldur hafa þær verið með lágstemmdara sniði en vetraræfingarnar okkar eru öllu jafna.

Eðli málsins samkvæmt er gríðarlega mikilvægt að slökkviliðsmenn hafi næga kunnáttu, getu, þekkingu og þjálfun til þess að geta sinnt sínum störfum á fullnægjandi hátt í þágu samborgara sinna. Utan um þennan þátt starfsins gildir stíft laga og regluverk sem við leitumst við að uppfylla.

 

Í gærkvöldi, þann 3.9.2015 voru haldnar æfingar á tveimur slökkvistöðvum liðsins. Á Flúðum fóru menn yfir dælur starfsstöðvarinnar þar auk þess sem gengið var úr skugga um að allur búnaður væri á bílunum miðað við talningarblöð eftir sumarið.

 

Í Hveragerði fóru menn yfir klipputækni auk þess sem gegnið var úr skugga um að allur búnaður væri til staðar á tækjum stöðvarinnar samkvæmt talningarblöðum. Meðfylgjandi myndir eru frá æfingunni í Hveragerði.