miðvikudagurinn 27. febrúar 2013

Viðbrögð við gróðureldum

Glæsileg bunan skapaði fallegan regnboga.
Glæsileg bunan skapaði fallegan regnboga.
Um þessar mundir er mikil umræða í gangi innan sveitarstjórnargeirans varðandi hugsanlega sinu- og skógarelda og hvernig bregðast á við þeim vágesti.
Öflugt málþing var um málið í Borgarnesi í síðasta mánuði þar sem menn báru saman bækur sínar.
Eitt af þeim tæknimálum sem komið hafa fram til að bregðast við eru vökvunarstútar, samskonar búnaður og bændur hafa notað til að vökva akra sína.
Tilraun var gerð í haust við Skorradalsvatn með þessa aðferð.
Niðurstaðan var nokkuð jákvæð þegar vatn var komið á stútana, þá virkuðu þeir vel og dreifðu vatni á stórt svæði.
Það sem helst veldur áhyggjum varðandi þetta kerfi er að koma því upp og ná vatni að kerfinu, en það getur reynst örðugt ef um mikinn hæðamun á landi er að ræða.
Kerfið verður án efa prufað áfram og öllum erfiðleikum rutt úr vegi.
Þetta og margt annað er í skoðun hjá slökkviliðum landsins varðandi sinu-og skógareldamál.