Slökkviliðsmenn frá Vík heiðruðu okkur með nærveru sinni síðastliðin laugardag en flottur hópur frá þeim kom til þess að æfa slökkvitækni í yfirtendrunargám Brunavarna Árnessýslu. Í gámum af þessari gerð er kveiktur eldur inni í gámnum sjálfum þar sem slökkviliðsmenn fylgjast með þróun eldsins og æfa síðan slökkvitækni í raunaðstæðum eftir að eldurinn hefur náð sér vel á strik. Gámar af þessari gerð eru virkilega mikilvægt þjálfunartæki fyrir slökkviliðsmenn til þess að slípa til tæknina í raunaðstæðum.

Alltaf gaman að fá góða gesti!