Aðgerðir viðbragðsaðila krefjast í flestum tilfellum margra einstaklinga til starfa. Í fréttamyndum sjáum við oftast þá sem starfa á vettvangi en oft á tíðum gleymast þeir sem starfa á baki þeirra sem á vettvangi eru.  Þar má helst nefna starfsfólk Neyðarlínunnar sem boðar í útköllin og síðan þá sem vinna að heildarskipulagi aðgerða á meðan á þeim stendur en það eru meðal annars þeir sem vinna í aðgerðastjórnstöðvum. Þetta geta verið aðilar frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum. 

Mikið álag ef oft á tíðum á björgunaraðilum í Árnessýslu og Suðurlandi öllu og er því farið af stað verkefni í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi um uppbyggingu öflugrar aðgerðastjórnstöðvar sem er samstarfsverkefni allra þeirra sem að björgunarmálum koma á svæðinu. Uppsetning stjórnstöðvarinnar er í fullum gangi um þessar mundir og er hún unnin í áföngum eftir því sem fjárhagur og tími leyfa. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá snillingana og sérfræðingana Frímann Birgir Baldursson, varðstjóra hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Lárus Kristinn Guðmundsson, varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, önnum kafna við uppsetningavinnu og spekúleringar.