miðvikudagurinn 15. júlí 2015

Vinnulyfta brann í Skálholtskirkju. 15. júlí 2015

Slökkvibíll BÁ við Skálholtskirkju. Myndir: Jón Þór Jóhannsson varðstjóri
Slökkvibíll BÁ við Skálholtskirkju. Myndir: Jón Þór Jóhannsson varðstjóri
1 af 3
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu fengu beiðni frá forráðamönnum Skálholtskirkju þar sem þeir báðu um að kirkjan yrði reykræst og glussavögvi yrði hreinsaður upp af gólfi kirkjunnar.
Slökkvibíll og menn með honum fóru á staðinn og framkvæmdu það sem beðið var um.
Atvik voru þau að skæralyfta hafði verið fengin til að auðvelda mönnum að skipta um perur í hæðstu hæðum kirkjunnar. Að sögn Baldvins Árnasonar, sem hefur umsjón með kirkjunni að gera, þá var verið að ljúka verkinu og slaka lyftunni niður úr 8 metar hæð.
Þegar einn meter var eftir til jarðar, sprakk glussaslanga og efni dreyfðist yfir rafbúnað lyftunnar sem varð til þess að eldur kveiknaði. "Það varð töluverður eldur sem bossaði upp og mikil styppa af þessu" sagði Baldvin.
Slökkviliðsmenn þurftu ekki að slökkva eldinn, það gerðu heimamenn en upphreinsun á glussa var ærið verkefni.