miðvikudagurinn 25. maí 2011

Virkjanaræfingar

Hér er leitað að manni
Hér er leitað að manni
1 af 6
Brunavarnir Árnessýslu eru með samstarfssamning við Landsvirkjun og Landsnet um brunavarnir og brunamál í virkjunum og spennivirkjum á svæði BÁ og þá víðar væri leitað. Alltaf þarf öðru hvoru að setja upp æfingar þar sem vinna við hugsanlegt áfall í virkjun er sett á svið.
Meðfylgjandi eru myndir af síðustu æfingu slökkviliðsmanna í Sogsvirkjun sem Þórir Tryggvason, varðstjóri tók.