sunnudagurinn 14. mars 2010

Vísindaferð slökkviliðsmanna

Hér eru Shs mennirnir ásamt félaga úr Þorlákshöfn. F.v. Kjartan Þorvaldsson, sl.maður í Þorlákshöfn, síðan Shs mennirnir þeir Ólafur Ingi Grettisson, Ásgeir Gylfason og Kristján Karlsson.
Hér eru Shs mennirnir ásamt félaga úr Þorlákshöfn. F.v. Kjartan Þorvaldsson, sl.maður í Þorlákshöfn, síðan Shs mennirnir þeir Ólafur Ingi Grettisson, Ásgeir Gylfason og Kristján Karlsson.
1 af 9
Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu, a.m.k. stór hópur þeirra, fóru í dag í skoðunarferð (Vísindaferð) til Reykjavíkur og út á Reykjanes. Það var starfsmannafélagið sem hafði veg og vanda að þessari ferð sem hófst kl. 10.30 í morgun þegar hópurinn lagði af stað með rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf.
Fyrsti viðkomustaður var Neyðarlínan við Skógarhlíð og Slökkvistöðin í sama húsi.
Einnig var Landhelgisgæslan heimsótt. Ferðinni var síðan heitið til slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og einnig í slökkvistöðina í Keflavík. (Reykjanesbæ)
Hópurinn borðaði síðan saman í veitingahúsi í Keflavík og enduðu þau síðan ferðina um kl. 23.30 við slökkvistöðina í Þorlákshöfn og á Selfossi.
Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í þessari ferð komu víða að úr sýslunni, frá slökkvistöðunum í Árnesi, Reykholti, Laugarvatni, Selfoss og Þorlákshöfn.

Vakt staðin á meðan ferðin stóð yfir.
Til að svona ferð geti orðið þarf að gera ráðstafanir heimafyrir, tryggja að nægur mannafli sé til staðar ef til útkalls kemur. Nokkrir slökkviliðsmenn á Selfosssvæðinu "fórnuðu sér" og fóru ekki í ferðina, þeir voru á bakvaktinni. Einnig þeir sem heima voru á Laugarvatni, Reykholti og Aratungu. Í Þorlákshöfn voru slökkviliðsmenn heima en til viðbótar komu þrír slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis (Shs) þeir komu á slökkvibíl og einnig komu þeir með sjúkrabíl. Þessir menn stóðu vaktina frá kl. 10.00 til 24.00. Að auki voru slökkviliðsmenn í Hveragerði til taks ef á þyrfti að halda og var varðstjóri þar í viðbragðsstöðu. Öllum þessum slökkviliðsmönnum eru færðar þakkir, þeir gerðu það mögulegt að ferðin var farin.
Mikil ánægja var með ferðina þar sem móttökur voru mjög góðar og margt var að sjá og upplifa.

Slegið á létta strengi.
Þema ferðarinnar var kúrekahatturinn. Margir ferðalangar skörtuðu höttum og sumir voru komnir með gervimottu neðan við nefið.
Lagið var tekið í rútunni á leiðinni heim við gítarundirleik.