Yfirtendrunaræfing var haldin síðastliðið mánudagskvöld hjá Brunavörnum Árnessýslu á æfingarsvæði slökkviliðsins. Á yfirtendrunaræfingum er eldur kveiktur í þar til gerðum gám til þess að slökkviliðsmenn geti fylgst með þróun eldisins til þess að skilja eðli hans betur auk þess að æfa árásar  tækni við slökkvistörf. Ekki er sama hvernig slökkviliðsmenn ber sig að við árásina á þann gula þar sem hann getur svo sannarlega svarað fyrir sig ef röngum aðferðum er beitt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Myndirnar hér meðfylgjandi eru frá æfingunni en margir af þeim er tóku þátt í æfingunni eru að fara í verklegt próf hjá Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunar eftir að hafa verið í fjarnámi í slökkviliðsfræðum.