mánudagurinn 4. júní 2018

grodureldar.is

Netsíðan https://www.grodureldar.is/  var formlega opnuð 24.maí sl. í húsnæði Skógræktar Reykjavíkur við Elliðavatn.

Við hjá Brunavörnum Árnessýslu erum stolt og ánægð með að hafa komið að þessari vinnu frá upphafi.

Stýrihópurinn sem kom að þessari vinnu gerði greinagerð er lítur að forvörnum og viðbrögðum vegna gróður og skógarelda. Auk þess var gefinn út bæklingur og veggspjald með leiðbeiningum um forvarnir og fyrstu viðbrögð fyrir sumarhúsaeigendur og skógareigendur.

Allt þetta efni er hægt að nálgast á síðunni https://www.grodureldar.is/ .  Ásamt því að þar verður í framtíðinni enn meira ítarefni  og leiðbeiningar.

Þátttakendur í stýrihópnum voru frá Skógræktinni, Skógræktarfélagi Íslands (fulltrúi skógræktarfélaganna), Landssamtökum skógareigenda, Mannvirkjastofnun, Félags slökkviliðsstjóra/Brunavörnum Árnessýslu, Landssambandi sumarhúsaeigenda og Verkfræðistofunni Verkís.