Fornám-hlutastarfandi

Kennslugögn vegna fornáms hlutastarfandi slökkviliðsmanna

Nýliði í slökkviliði skal ljúka fornámi áður en hann hefur störf sem slökkviliðsmaður. Nýliðar skulu hafa lokið að lágmarki 20 kennslustunda fornámi áður en þeir hefja störf sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Að námi loknu skulu þeir vera hæfir til að hefja störf sem byrjendur í hlutastarfandi slökkviliði. Aðeins þeir sem lokið hafa fornámi geta hafið nám við Brunamálaskólann.

 

Fornámið er í umsjón og á ábyrgð viðkomandi slökkviliðs. Til þess að auðvelda slökkviliðsstjórum og öðrum yfirmönnum að skipuleggja námið hefur Brunamálaskólinn nú lagt út á vefinn nauðsynleg kennslugögn. Slökkviliðsmenn geta einnig nýtt sér þetta efni til þess að auka þekkingu sína.

 

Óheimilt er að breyta efninu nema með skriflegu leyfi Brunamálastofnunar.

 

Kennslugögn: