Á ferð um Þýskaland

1 af 2

Slökkviliðsmaðurinn Nr. 22, 16. árg. 1 tbl. 1989

Vatns er þörf við slökkvistarf svo sem alkunnar er. Á góu 1987 var ljóst að ekki yrði undan því vikist að afla Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi bifreið undir vatnstank og mætti vel nýta notaðan bíl ef í lagi væri.
Ódýrara er slíku fyrirtæki sökum tolla og skattalgaga að kaupa notað farartæki erlendis heldur en hér heima fyrir. Varð úr að höfundar þessarar frásagnar, Eggir Vigfússon og Árni Tyrfingsson, starfsmenn Brunavarna Árnessýslu, bregða sér til Þýskalands í góulok þetta ár og leita úrlausnar.
Ferðin tók 5 daga. Farið var um Móseldal og var þar enginn bíll með réttu bragði. En í Aachen, snertispöl neðar, fannst bílinn hjá Merzendes Benz sálfum. Var um pallbíl að ræða vel með farinn.
Fátt er fréttnæmt félögum vorum er blap þetta lesa af ferð sem þessari. Þó má nefna til að rétt aðeins til við til slökkviliðsmanna, eftir því sem þeir fundust. Í Aachen, sem hefur íbúa nánast jafnmargá Íslendingum, lögðum við leiða okkar að kvöldlagi á aðalslökkvistöð borgarinnar, hringdum dyrabjöllu og sögðum komið í heimsókn slökkvilið Íslands. Þögn varð inni fyrir og mönnum un aðeins hafa brugðið, en litlu síðar var hinum rammlegu dyrum hrundið og okkur vel fagnað. Hittist svo vel á að enginn bruni var einmitt þá og tími til að sinna okkur og sýna okkur hátt og lágt, bíla og búnað. Merkust fannst okkur stjórnstöðin, vel tölvubúin. Ekki skal farið út í smáatriðin, en þarna mátti á einum vegnum sjá jafnan  hvar hvert einasta farartæki slökkviliðsins var statt og á hvaða stigi aðgerða. Þegar kallað er út fær varðstjórinn um leið og farið er af stað tölvuútskrift um viðkoandi mannvirki með margvíslegum upplýsingum um aðstæður, t.a.m. aðkeyrslur, eiturhættu, starfsmannafjölda á hverjum tíma, vatnsöflun, næturvörslu, svo og upplýsingar um hvaða lið og hvernig búið er sent á  staðinn samkvæmt slökkviáætlun. Hann getur þá metið hvort hann biður um meira.
Frá Aachan ókum við til Luxemburg um Eifel-hérað, sem er fjallótt land og heldur dreifbýlt á þýskan mælikvarða. Þar ókm við tvisvar hjá hjá slökkistöð og litum inn, í fyrsta sinn í Hellenthal, síðan í Pruum. þar brá mönnum einnig í brún við komu slökkviliðs Íslands en móttökurnar voru hlýlegar.
Í Pruum voru menn að ljúka æfingu, enda laugardagur. Þar var nýbúið að reisa slökkvistöð mjög veglega. þótt sveitarfélögin séu fámenn. Þar hafði byggingarstörfum verið á þann veg háttað að sveitarfélög lögðu til efni en slökkviliðsmenn lögðu fram alla vinnu kauplaust. Á báðum þessum stöðum er um að ræða slökkvilið áhugamanna og fá menn ekkert greitt fyrir. Hinsvegar þurfa þeir ekki að kosta búnað sinn, en liðin voru mjög vel búin.
Eins og þegar sagði var okkur afar hlýlega tekið á þessum stöðum og stendur nú til að 30 manna hópur frá Pruum komi í heimsókn til okkar þegar líða tekur á haust.

Eggert Vigfússon &
Árni Tyrfingsson