Lítil saga úr slökkviliði

Slökkviliðsmaðurinn Nr. 29, 23. árg. 1 tbl. 1996

Það er fyrsti dagurinn í slökkviliðinu, fiðringur í maganum. Sambland af spennu og kvíða fyrir því sem þessi fyrsti dagur ber í skauti sér í draumastarfinu. Ungi maðurinn er settur á sjúkrabíl með vönum sjúkraflutningamanni, sem leiðir hann í allan sannleika um sjúkrabílinn, Öl tæki og tól eru skoðuð og handleikin og fróðleikurinn flæðir yfir þennan unga mann. Eftir talningu er farið í kaffi og hann kynntur fyrir restinni af vaktinni, kaffið er ekki búið úr bollanum þegar kallað er í kallkerfið að aðalflutningsmenn eigi a mæta strax í sjúkrabíl. Þá hefst alvaran er sagt við hann á leiðinni í sjúkrabílinn. Þessi fyrsti dagur var mjög viðburðarríkur, slys, hjartverkir og venjubundnir flutningar.
"Er þetta alltaf svona?" spurði ungi maðurinn félaga sinn í lok vaktar. - Já og nei. Maður veit eiginlega aldrei hvernig dagurinn verður þegar maður mætir a vaktina. maður verður bara aða taka því sem að höndum ber hverju sinni. Á leiðinni heim af vaktinni fór ungi maðurinn yfir atburði dagsins í huganum og var bara nokkuð ánægður með sinn hlut. Þegar heim var komið, tók unga eiginkonan á móti honum svolítið áhyggjufull yfir því hvernig hefði gengið hjá honum í nýja starfinu. "Hvernig var?" spyr hún, eftirvæntingafull. "Ágætt!" sagði hann nokkuð ánægður í bragði. Síðan byrjaði hann að rekja viðburði dagsins fyrir henni í smáatriðum. Honum fannst gott að fá að tala um það og hann fann fyrir létti innra með sér. Hún sat hljóð á eftir.
Svona liðu dagarnir einn af öðrum, hann kom heim misjafnlega á sig kominn annað hvort niðurdreginn og andlega þreyttur eða katur og til í allt. En alltaf sagði hann konu sinni frá því sem gerðst hafði á vaktinni í smáatriðum. Þá sat hún hljóð, ne honum leið betur eftir að hafa talað um það sem lá þungt á honum.
Þegar þetta hafði gengið svona í nokkra mánuði, var konan farin að kvíða því að maðurinn kæmi heim að vaktinni. Hún var jafnvel hætt að vera heima. Ungi maðurinn skildi ekkert í þessu háttalagi konunnar, hann ákvað að ræða þetta við hana. Þegar hann minntist á þetta, fór hún undan í flæmingi, þangað til hún brotnaði saman og sagðist ekki þola lengur að hlusta á þessar hræðilegu sögur úr slökkvistarfinu. "Ég þoli ekki einu sinni að horfa á blóð, hvað þá að hlusta á nákvæmar sögur um slys og bruna!!". "Þetta haðfi ég ekki hugmynd um, fyrirgefðu mér, við leysum úr þessum saman í framtíðinni."

B.Á.B