Litli slöngutemjarinn

1 af 3

Slökkviliðsmaðurinn Nr. 20, 13. árg. 1 tbl. 1986

Á slökkviliðstöðinni í Reykjavík rákumst við á þetta hentuga tæki til að rúlla upp slöngum. Sögðu okkur strákarnir þar að nú væri ekkert vandamál lengur að rúlla upp þeim 750 metrum sem eru á sumum dælubílanna og væri þeir nærri jafnfljótir því og þeir sem draga útaf bílunum.
Tæki þetta er heimasmíðað eftir öðru slíku sem til er á Selfossi og töldu strákarnir að lítill vandi væri að tengja rafmótor við svona tæki til að létta vinnuna enn meira. Við stóreld þar sem margar slöngur eru notaðar léttir þetta tól mikið á þreyttum bökum slökkviliðsmanna.