Námskeið í Reykjavík

Greinin eftir þá félaga Kristján Vignisson & Grétar Árnason birtist í Slökkviliðsmanninum 1989
Greinin eftir þá félaga Kristján Vignisson & Grétar Árnason birtist í Slökkviliðsmanninum 1989

Slökkviliðsmaðurinn Nr. 22, 16. árg. 1 tbl. 1989

Það var um miðjan febrúar síðastliðinn að við fórum tveir úr Brunavörnum Árnessýslu á námskeið hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Okkur stóð til boða að vera allt námskeiðið, sem stóð í þrjár vikur en slökkviliðsstjórinn okkar ákvað að við yrðum aðeins í reykköfun í sex daga og einn dag í olíueldi á æfingasvæðinu við Reykjavíkurflugvöll.
Fyrsta daginn sem við vorum þarna notuðum við í bóklegt nám um meðferð og viðhald reykköfunartækja. Það verklega byrjuðum við á því að fara í kjallara slökkvistöðvarinnar, en þar vorum við settir í æfingabraut þar sem við áttum að rekja okkur eftir línu í gegnum ýmsar þrautir. Annar áfanginn var að við fórum í ókunnugt hús út í bæ, þar sem enginn okkar á námskeiðinu hafði komið áður. Þarna vorum við blindaðir og settar fyrir okkur ýmsar þrautir, einnig vorum við látnir kafa í tilbúnum reyk. Þriðji áfanginn var að viðfórum í Sæbjörg, skip Slysavarnafélags Íslands, og köfuðum þar í tilbúnum reyk í sérsmíðuðum æfingabrautum fyrir reykköfunarnámskeið, einnig vorum við blindaðir og látnir leita a f mönnum í vélarúmí á káetum skips.
Menn frá Brunavörnum Árnessýslu hafa undanfarin ár sótt námskeið sem þetta hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Það er samdóma álit okkar allraað námskeiðin hafaverið ákaflega gagnleg. Eki hafa góðar móttökur og góður andi á þessum námskeiðum spillt neitt ágæti þeirra, því teljum við okkur hiklaust geta mælt með því að slökkviliðsmenn utan af landi sæki námskeið sem þetta.

Krisján Vignisson &
Grétar Árnason