Unna Björg Ögmundsdóttir fimmtudagurinn 26. mars 2015

Eldvarnaeftirlitsmaður

Brunavarnir Árnessýslu

Auglýsa lausa til umsóknar 100% stöðu eldvarnaeftirlitsmanns frá og með 1.júní 2015.

Umsóknarfrestur er til og með 16.apríl 2015.

Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Menntunarkröfur:

a)      Menntun fyrir atvinnuslökkviliðsmenn eða

b)      Hafa lokið 32 einingum í byggingartækni að loknu sveinsprófi, þ.e. jafngildi meistararéttinda á byggingasviði eða byggingariðnfræði eða

c)       Hafa lokið prófi í byggingartæknifræði, byggingarverkfræði, arkitektúr eða byggingarfræði.

Sérstaklega er litið til þeirra umsækjenda sem þegar hafa eldvarnaeftirlitsmenntun.

Starfið felur í sér alla almenna vinnu eldvarnaeftirlits s.s.:

  • Eldvarnaeftirlit í byggingum
  • Yfirferð teikninga
  • Fræðsla almennings
  • Annað það sem yfirmaður felur starfsmanni í tengslum við starfsemi BÁ

Viðkomandi þarf að hafa góða færni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund og geta unnið bæði sjálfstætt og með öðrum.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 4800900 á skrifstofutíma og/eða í netfanginu ba@babubabu.is

 

Brunavarnir Árnessýslu eru sameinað slökkvilið allra sveitarfélaga í Árnessýslu. Heildar íbúafjöldi sýslunnar er 15.300 manns og er stærð sýslunnar tæpir 9.000 ferkílómetrar.